Fyrsta vél vetrarins frá breska flugfélaginu easyJet lenti á Akureyri í gær, eftir rétt tæplega þriggja tíma flug frá Gatwick flugvellinum í London. Þetta er þriðji veturinn sem easyJet flýgur til Norðurlands og tímabilið hefur nú verið lengt um tvo mánuði frá London. Flogið verður tvisvar í viku, á laugardögum og þriðjudögum.

Síðasta vetur var tilkynnt um að október og apríl hefði verið bætt við tímabilið, en áfram verður flogið frá nóvember og út mars frá Manchester.

Einnig var beint flug til Tenerife á vegum Heimsferða með ítalska flugfélaginu Neos frá Akureyrarflugvelli.