Éljagangur er vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri, haldin í byrjun febrúar ár hvert.
Hátíðin að þessu sinni er haldin dagana 9.-12. febrúar 2012.  Fastir liðir á hátíðinni eru Vetrarsportsýning EY-LÍV sem verður haldin í Íþróttahúsinu Boganum dagana 11.-12. febrúar, Sleðaspyrna og Íscrosskeppni auk fjölda annarra viðburða.

Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru þessa dagana að skipuleggja áhugaverðar ferðir tengdar vetrarútivist í tengslum við sýninguna.

Að hátíðinni standa EY-LÍV félag vélsleðamanna, Akureyrarstofa, KKA Akstursíþróttafélag, Hlíðarfjall, Skíðafélag Akureyrar, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Ungmennafélag Akureyrar.

Heimasíða hátíðarinnar er Éljagangur.is og má sjá alla dagskránna hér.