Þar sem kolnað hefur í veðri og veturinn á næsta leyti þá hef ég sett nýja forsíðumynd og breytt bakgrunninum.  Það er því óhætt að segja að Héðinsfjörður sé kominn í vetrarbúning. Forsíðumyndina tók bróðir minn, Ragnar Magnússon, kennari á Ólafsfirði.