Starf verslunarstjóra í Vínbúðinni Siglufirði er laust til umsóknar.
Helstu verkefni og ábyrgð
– Sala og þjónusta við viðskiptavini
– Dagleg stjórnun, birgðahald og umhirða búðar
– Fylgja eftir gæða- og þjónustustefnu fyrirtækisins
Hæfnikröfur
– Reynsla af verslunarstörfum nauðsynleg
– Frumkvæði og metnaður í starfi
– Góð framkoma og rík þjónustulund
– Hæfni í mannlegum samskiptum
– Tölvukunnátta nauðsynleg, m.a. Navision
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Gildi Vínbúðanna eru lipurð, þekking og ábyrgð. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum.
Starfshlutfall er 63%
Umsóknarfrestur er til og með 23.09.2012
Nánari upplýsingar veitir
Emma Ásudóttir Árnadóttir – emma@vinbudin.is – 560-7700
ATVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (29101)
Stuðlaháls 2
110 Reykjavík