Út er komin merkileg lokaritgerð í BA námi á Félagsvísindasviði í HÍ sem ber nafnið: Menningararfur og uppbygging: Verndun og endurreisn gamalla húsa í Fjallabyggð og er eftir Klöru Mist Pálsdóttur (dóttir Bjarkeyjar Gunnars).

Í ritgerðinni fjallar hún m.a. um Róaldsbrakka á Siglufirði, Kvíabekkjarkirkju á Ólafsfirði og fleiri sögufræg hús í Fjallabyggð.

Tilgangur þessarar rannsóknar var að öðlast skilning á því hvers vegna einstaklingar ákveða að berjast fyrir verndun og uppbyggingu á gömlum húsum. Höfundur velti því upp hvort sjálfsmynd og minni fólks er það sem drífur fólk áfram og hvað það er sem verður til þess að tiltekin hús teljast frekar þess virði að varðveita. Skiptir bæjarmyndin og áhrif á bæjarfélagið, t.d. ferðaþjónustu, einnig máli?

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að mikilvægi húss fyrir sjálfsmynd og í minni fólks skiptir mjög miklu máli í ákvörðun þess að telja húsið ómissandi. Einnig skiptir nýting á húsi og það hvort aukning gæti verið í ferðamennsku og betri efnahag bæjarfélagsins miklu máli. Menningartengd ferðaþjónusta getur verið mjög mikilvæg í litlum bæjarfélögum og getur orðið til þess að bæjarfélagið getur stækkað markhóp sinn og þar með aukið ferðamannastraum á svæðið.

Ritgerðina alla má lesa hér.