Fjórtán nemendur úr Menntaskólanum á Tröllaskaga tóku þátt námskeiði í framreiðslu sem var verklegt og bóklegt. Verklega námið fór fram á veitingastaðnum Hannes Boy á Siglufirði en bóklega námið í MTR. Nemendur heimsótti einnig veitingastaði í Fjallabyggð til að kynna sér aðstæður.

Á heimasíðu MTR stendur: “Starf framreiðslumanns er fjölbreytt og krefst lipurðar í mannlegum samskiptum. Það er skapandi og reynir á frumkvæði við að skapa þær aðstæður sem óskað er eftir við mismunandi tilefni. Gestir veitingahúsa eru ólíkir og framreiðslumenn þurfa að uppfylla kröfur þeirra allra. Kennari var Brynjar Kristjánsson námsráðgjafi skólans sem er framreiðslumeistari”.