Viðræðunefnd KÍ hefur samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara um framlengda viðræðuáætlun í kjaradeilu sambandsins við sveitarfélögin og ríkið. Samninganefndir sveitarfélaga og ríkis hafa jafnframt samþykkt tillöguna.
Innanhússtillagan felur í sér að verkföllum kennara er frestað til og með 31. janúar 2025. Kennarar í skólum í verkfalli mæta því aftur til starfa á mánudag.
Þá felur tillagan í sér að þann 1. janúar næstkomandi mun allt félagsfólk KÍ fá greidda eingreiðslu vegna launahækkana upp á 3,95% frá því samningar runnu út, í tilfelli framhaldsskólans voru samningar lausir 1. apríl og í tilfelli leik-, grunn- og tónlistarskóla voru samningar lausir 1. júní.
Samkomulagið gerir auk þess ráð fyrir að á árinu 2025 munu verða stigin skref í átt til jöfnunar launa milli markaða.
Friðarskylda ríkir til loka janúarmánaðar á næsta ári og verður unnið samkvæmt viðræðuáætlun næstu tvo mánuði.
Hafi kjarsamningar ekki náðst fyrir 1. febrúar 2025 skella verkföll á í þeim skólum sem þegar hafa samþykkt boðun verkfalla sem og í þeim skólum eru eru í verkfalli í dag.
Fagmennska og stöðugleiki
Með yfirlýsingunni skuldbinda aðilar sig til að vinna að fyrrgreindum markmiðum og leggja upp í þessa mikilvægu vegferð með heilindi að metnað að leiðarljósi.
Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifuðu undir yfirlýsinguna.