Yfirvofandi er vinnustöðvun félagsmanna Kjalar í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Vinnustöðvun mun vara dagana 27.-29. maí ef kjarasamningar BSRB við Samninganefnd sveitarfélaga nást ekki fyrir þann tíma.
Af þessum sökum verður lokað í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar laugardaginn 27. maí og hvítasunnudag 28. maí.
Mánudaginn 29. maí, annan í hvítasunnu er íþróttamiðstöðin á Siglufirði opin kl. 10:00-14:00, en lokað í íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði.