Verið er að leggja lokahönd á myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Jafnaðarmanna í Bæjarstjórn Fjallabyggðar. Málefnasamningur verður lagður fyrir í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins þegar þeirri vinnu lýkur.  Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29,4% í sveitastjórnarkosningunum árið 2014 og er stærsti flokkurinn í Fjallabyggð. Þrátt fyrir það urðu þeir í minnihluta í Fjallabyggð þar sem Fjallabyggðalistinn og Jafnaðarmenn mynduðu meirihlutastjórn og réðu Gunnar Birgisson sem bæjarstjóra. Sjálfstæðismenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu um ráðningu Gunnars og er því óljóst hvað gerist þegar nýr meirihluti tekur við í Fjallabyggð.

gunnarIBirgisson