Óheppilegt þykir að húsbílar og tjaldhýsi séu á tjaldsvæðinu í miðbæ Siglufjarðar og hefur hópur fólks safnað undirskriftalista og komið með ábendingar til Bæjarráðs Fjallabyggðar sem fjallar nú um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar mun boða aðila málsins, þ.e. þeirra sem skrifa undir listann, til fundar í janúar næst komandi.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt fram tillögur að úrlausn þessa máls:

  • Svæðið norðan við Síldarminjasafnið og að miðbæ Siglufjarðar vestan megin vegar verði lokað fyrir staðsetningu húsbíla og tjaldhýsa vegna slysahættu.
  • Svæðið vestan við Rauðku ehf. verði einungis notað sem tjaldsvæði.
  • Óskað verði eftir heimild Ramma ehf. til að nýta lóð þeirra í sumar undir húsbíla.
  • Óska eftir tillögu að framtíðarlausn á lagfæringum og framkvæmdum við gamla fótboltavallarsvæðið.