Í vikunni voru veitt verðlaun í innanskólamóti í Skólahreysti í Grunnskóla Fjallabyggðar og einnig fyrir Norræna skólahlaupið sem háð var í haust. Níundi bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar var valinn hreystibekkur skólans fyrir bestu þátttökuna og áttundi bekkurinn stóð sig best í Norræna skólahlaupinu í Fjallabyggð. Fengu því bekkirnir farandbikar að launum.
Einstaklingsverðlaun hlutu:
Skólahreysti:
Hraðaþraut drengir:
1. Björgvin Daði 0.58 mín
2. Jón Áki 1.05 mín
3. Sigurbjörn 1.16 mín
Hraðaþraut stúlkur:
1. Erla Marý 1.04 mín
2. Marín Líf 1.08 mín
3. Helga Dís 1.10 mín
Upphífingar og dýfur:
1. Kristinn Freyr
2. Jón Áki
3. Arnór
Armbeygjur og hreystigreip:
1. Sara María
2. Erla Marý
3. Helga Dís
Norræna skólahlaupið 10 km:
Drengir:
1. Óskar Helgi Ingvason 44.10 mín
2. Valur Reykjalín Þrastarson 44.11 mín
3. Kristinn Tómas Eiðsson 44.11 mín
(Valur var sjónarmun á undan)
Stúlkur:
1. Sólrún Anna Ingvarsdóttir 50.17 mín
2. Þórey Hekla Ægisdóttir 54.40 mín
3. Erla Marý Sigurpálsdóttir 64.00 mín
Ljósmynd frá Grunnskóla Fjallabyggðar. Heimild: fjallaskolar.is.