Undanfarna daga hefur blandaður hópur á vegum Veraldarvina verið í heimsókn í Fjallabyggð. Um er að ræða fatlaða einstaklinga frá Belgíu og Íslandi. Alls er hópurinn 24 einstaklingar með aðstoðarfólki.
Hópurinn hefur dvalið í húsnæði Veraldarvina á efstu hæðinni í Kjörbúðinni á Siglufirði.
Í dag, föstudaginn 7. mars kl. 17:00 verður hópurinn með opið hús á Kaffi Rauðku á Siglufirði. Allir velkomnir.