Sjálfboðaliðarnir Veraldarvinir hafa verið að hjálpa til við að færa grenitré við gönguskíðabrautina í Ólafsfirði ásamt Skógræktarfélag Ólafsfjarðar. Veraldarvinir hafa verið í sumar og haust sem sjálfboðaliðar hjá Skógræktarfélagi Ólafsfjarðar. Mikið er búið að vera planta niður og búa til ný svæði fyrir skógrækt.  Þá voru sett niður tré í Þorralund við Ólafsfjarðarvatn, í aldingarð Leikskólans Leikhóla og sett voru niður tré við Menntaskólann á Tröllaskaga.