Íslandsmeistaeramót í snocross eða vélsleðakeppni fer fram um helgina í Ólafsfirði. Glæsileg braut hefur verið gerð í miðbæ Ólasfjarðar við Tjarnarborg, tjörnina og tjaldsvæðið. Nokkrum götum hefur því verið lokað á meðan mótinu stendur. Um 30 keppendur taka þátt hvorn daginn og keppt er í 5 flokkum, þ.e. Pro Lite, Pro Open, Sport, Sport lite og Unglingar. Hringurinn er aðeins 0,6 km að lengd og eru farnir 21 hringur í hverjum riðli. Fjölmargir áhorfendur fylgjast með mótinu og aðstandendur keppenda.

  1. umferð Íslandsmeistaramótsins er í dag og 2. umferð verður farin á morgun, einnig í Ólafsfirði. Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Youtube.