Æfingabúðir í badminton voru haldnar á Siglufirði dagana 25.-28. mars. Var þetta fyrir börn og unglinga frá 4.-10. bekk sem æft hafa badminton og haft reynslu af því að keppa í greininni. Skipt var í tvo hópa og var hægt að kaupa mat og gistingu í einum pakka fyrir þau börn sem koma lengra að. Krakkarnir skemmtu sér þess á milli í sundi, félagsmiðstöðinni en þar er mjög margt að gera og aðstaðan góð. Danni kokkur sá svo hádegismat og kvöldmat fyrir hópinn. Það voru 34 börn sem tóku þátt í þessum æfingabúðum á Siglufirði. Krakkarnir fengu svo páskaegg á lokadeginum.
Myndirnar koma frá TBS.