Fundi var að ljúka með Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Veðurstofu og Vegagerðinni.  Spáin er óbreytt á Norðurlandi, það verður hvasst og mikil úrkoma næstu daga.
Hringveginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi verður lokað kl. 20:00 í kvöld vegna veðurs. Þá lokar hringvegur um Öxnadalsheiði klukkan 21:00 í kvöld og fylgst verður vel með öðrum fjallvegum. Búið er að loka veginum um Víkurskarð.
Vegfarendur eru hvattir til þess að vera alls ekki á ferðinni á kvöldin og að næturlagi þar sem að vegir verða ekki þjónustaðir á þeim tímum. Meiri líkur eru jafnframt á því að bráðnun sé yfir daginn þegar birtu og vonandi sólarljóss nýtur við.
Norðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda nærri sjávarmáli, annars snjókoma. Talsverð úrkoma með köflum. Lausamunir geta fokið. Ferðalög geta verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjór getur sest á vegi, einkum fjallvegi, með erfiðum akstursskilyrðum eða jafnvel ófærð. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Mikill kuldi og vosbúð fyrir útivistarfólk.