Sex teikningar úr barnasmiðju veggmyndaverkefnis sem fór fram í sumar í Fjallabyggð birtast nú á veggmyndasýningu í félagsmiðstöðinni Neon við Suðurgötu 4 á Siglufirði.
Emma Sanderson er grafískur hönnuður og er búsett á Siglufirði. Hún fór af stað með Teiknisamkeppni með barnasmiðju og innanhúss veggmyndaverkefni í Fjallabyggð í sumar.
Samkeppnin sneri að því að fá börn í Fjallabyggð til að senda inn mynd í samkeppnina og voru sex teikningar valdar úr hópi þeirra sem bárust. Þau börn völdust til verkefnisins máluðu svo vinningsteikningarnar sínar í veggmynd í Félagsmiðstöðinni NEON á Siglufirði undir handleiðslu Emmu Sanderson í byrjum ágúst síðastliðinn. Á vinnustofunni fengu börnin m.a. fræðslu um veggmálverk, leiðsögn og hvernig gagnvirk veggmynd með sýndarveruleika er unnin. Emma mun að auki vinna stóra veggmynd í Sundhöll Siglufjarðar í haust.
Á morgun miðvikudaginn 14. ágúst kl. 16:00-18:00 verður veggmyndin afhjúpuð í Félagsmiðstöðinni NEON, Suðurgötu 4, Siglufirði. Börnin sem unnu að veggmyndinni voru þau Maya, Aðalheiður Jórunn, Alda Máney, Benjamín Aron, Ingimar Skúli og Kristín Ósk.
Allir eru velkomnir og að koma og skoða veggmyndina.