Vefur Fjallabyggðar liggur nú niðri en samkvæmt upplýsingum á skráningarsíðu Isnic.is, þá átti að endurnýja lénið í gær, 31. maí, en greiðslan hefur ekki farið í gegn eða gleymst. Isnic hefur núna óvirkjað lénið þar til greiðsla berst. Þeir sem þekkja til þarna í stjórnsýslunni mega endilega láta rétta fólkið vita svo hægt sé að laga þetta sem fyrst.

UPPFÆRT:  Fjallabyggð hefur brugðist við og er nú vefurinn aftur aðgengilegur eftir nokkra klukkutíma niðritíma.