Veðurstofan vill vekja athygli á slæmu veðri sem spáð er næstu daga. Eftir miðjan dag á morgun verður komið norðan vonskuveður um landið norðanvert með vindhraða á bilinu 13 til 20 metrar á sekúndu. Með þessu verður snjókoma og él og getur færð og skyggni spillst á skömmum tíma.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Veðurstofunni.

Eins ættu menn sem hafa húsdýr úti við að huga að því að koma skepnum í skjól. Búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli frá því síðdegis á morgun og fram eftir vikunni. Ekki er búist við að veður fari að batna fyrr en líður á næstu helgi og eins er að sjá að veður geti orðið enn verra á fimmtudag og föstudag.

Heimld: ruv.is