Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir áhyggjum með ástand húsnæðisins við Hlíðarveg 45, Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra í Fjallabyggð. Nú þykir ljóst að töluverð viðhaldsþörf er til staðar í þessu stóra húsnæði á Siglufirði.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur farið fram á að ráðinn verði sérfræðingur til þess að gera úttekt á ástandi húsnæðisins. Einnig að gert verði kostnaðarmat eða áætlun vegna viðhalds.