Í vatnsflóðinu á föstudaginn þá flæddi mjög mikið inn í kjallara undir sportvöruversluninni Siglósport á Siglufirði, en búðin stendur á horni Aðalgötu og Lækjargötu. Kjallari er undir versluninni sem hýsir hluta af lager og öðru dóti og er geymslurými hússins. Þetta staðfesti eigandi Siglósport við Héðinsfjörð.is. Stutt er síðan miklar framkvæmdir stóðu yfir í Lækjargötu á Siglufirði.