Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók sex sýni í vatnsveitu Ólafsfjarðar mánudaginn 16. október síðastliðinn. Fyrstu niðurstöður eru að þrjú sýni eru hrein en þrjú eru ennþá menguð. Coli-gerlum í sýnum hefur fækkað verulega en meðan Coli-gerlar mælast í sýnum er íbúum ráðlagt að sjóða allt neysluvatn.
Tekin verða sýni á morgun miðvikudaginn 18. október og er niðurstöðu að vænta fimmtudaginn 19. október næstkomandi.