Lóðir við Bakkabyggð í Ólafsfirði  eru vinsælar, enda frábær staðsetning á götunni og glæsileg hús hafa verið byggð í hverfinu.

Þrjár umsóknir bárust um lóðina Bakkabyggð 6 í Ólafsfirði og þurfti því Fjallabyggð að draga um hver fengi lóðina útlutaða.

Arnar Þór Stefánsson formaður Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar dróg eitt umslag sem var ómerkt og var það Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir sem fá þessa lóð úthlutaða.