Það voru 33 nemendur úr 7.-8. bekk Varmahlíðarskóla sem gerðu sér lítið fyrir og hlupu rúma 60 km til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar þann 29. október.

Fyrsti hópurinn hljóp af stað frá Varmahlíð kl. 9:40 í blíðskaparveðri áleiðis á Sauðárkrók og síðasti hópurinn kom að skólanum kl. 18:45. Lögreglan fylgdi krökkunum í gegnum Sauðárkrók og þá kafla leiðarinnar sem ekki eru reiðstígar meðfram veginum.

Margir lögðu áheitahlaupinu lið og er þeim  hér færðar þakkir fyrir. Sérstaklega skal þakka eftirtöldum:

  • Þeim sem styrktu Krabbameinsfélag Skagafjarðar með framlögum.
  • Þeim fyrirtækjum sem styrktu hlaupið með matvælum handa þátttakendum – KS útibúið í Varmahlíð, Mjólkursamlagið og Sauðárkróksbakarí.
  • Foreldrum og starfsfólki sem lögðu krökkunum lið í undirbúningi, söfnuninni og sjálfu hlaupinu.

IMG_1870 IMG_1903
Myndir frá síðu Varmahlíðarskóla.