Vegagerðin varar við ósléttum og mjög holóttum Siglufjarðarvegi og erfiðum aðstæðum á þeim köflum þar sem jarðsig er. Vegurinn verður heflaður þegar veðuraðstæður leyfa. Vegfarendur eru hvattir til að aka með gát.

Síðdegis í dag var svo varað við að hætta er á grjóthruni á Ólafsfjarðarvegi og eru vegfarendur beðnir um að aka með gát.
Vegagerðin greindi fyrst frá þessu.