Mestu afköst hingað til voru í síðustu viku í lengingu Vaðlaheiðarganga eða 96 metrar og er heildarlengdin nú 1.614 metrar sem er 22,5% af heildarlengd. Óhætt er að segja að árið 2014 byrji vel og greinilegt að mannskapurinn er búinn að slípast vel saman. Í göngunum er unnið alla daga vikunar á 12 klst vöktum dag- og næturvakt. Þrjár vaktir skipta á milli sín vinnunni og er unnið í 10 daga og síðan er 5 daga frí.

1800422_134608000042919_169836265_n 1613782_134607993376253_23366781_n
Ljósmyndir frá Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.