Til að auka hagræðingu í rekstri Fjallabyggðarhafna hefur bæjarráð Fjallabyggðar lagt til að hluta verkefnum hafnarinnar verði útvistað á álagstímum. Er þetta tillaga úr minnisblaði varðandi mönnun á Fjallabyggðarhöfnum.
Friðþjófur Jónsson, Yfirhafnavörður Fjallabyggðarhafna lætur af störfum um næstu mánaðarmót.
Samanlagt er landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum nánast sá sami árið 2024 og var árið 2023 en landanir eru nokkru fleiri árið 2024.
Á Siglufirði var landað 14.928 tonnum árið 2024 í 1.266 löndunum í samanburði við 15.019 tonn árið 2023 í 1.176 löndunum.
Á Ólafsfirði var landað 135 tonnum árið 2024 í 122 löndunum sem er sami afli og landað var árið 2023 í 120 löndunum.
Á Ólafsfirði var landað 135 tonnum árið 2024 í 122 löndunum sem er sami afli og landað var árið 2023 í 120 löndunum.
Skemmtiferðaskip áttu 27 komur í Fjallabyggðahafnir árið 2024 og áætlaðar komur árið 2025 eru 31.