Sportferðir í samstarfi við Reykjavík Helicopters bjóða upp á útsýnisflug á Norðurlandi í sumar.  Ein pakkaferðin sem er boði er nefnist “Arctic surf and turf” og er flogið yfir Tröllaskagann og stoppað á Siglufirði og í Hrísey, en sú ferð tekur 2-3 tíma og kostar 119.000 þúsund krónur.

Flogið verður frá flötinni við Drottningarbraut og frá Akureyrarflugvelli og hófst verkefnið með þátttöku í Flughelgi á Akureyri í dag, laugardag. Meðal annars verður boðið upp á dagsferðir yfir allar helstu perlur Norðurlands, má þar nefna Öskju, Herðubreið, Dettifoss, Goðafoss, Aldeyjarfoss, Tröllaskaga, Flatey, Huldulandið, Hrísey og Kaldbak.

Ferðirnar sem er í boði:

 „Akureyri Mountain tops with a Twist“

Útsýnisflug yfir Akureyri með „mountain top landing“ stutt stopp á Kerlingu á Tröllaskaga. Ferðin tekur 30-45 mínútur með stoppi. Verð 39.000-kr. á mann lágmark 3 farþegar.

„Arctic Surf and Turf“

Akureyri, Tröllaskagi, Siglufjörður, Hrísey, Hulduland, stopp á Siglufirði og í Hrísey. Ferðin tekur  2-3 tíma og kostar 119.000- kr. á mann lágmark 3 farþegar.

“Diamonds are forever”

Akureyri, Goðafoss, Aldeyjafoss, stopp í Mývatni og farið í Jarðböðin í Mývatnssveitt og svo Ásbyrgi, Akureyri.  Verð 149.000- kr. á mann, lágmark 3 farþegar.

„Our Uncut Diamond“

Akureyri, Mývatn, Askja, Herðubreið, Dettifoss, Ásbyrgi, Flatey, Hulduland og Kaldbakur. Stoppað er við Öskju og í Flatey. Ferðin tekur um  4 tíma og kostar 269.000-kr.  á mann lágmark 3 farþegar.

Nánari upplýsingar og skráning á sportferdir.is

thyrla-13296