Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal, Siglufirði.  Skipulagssvæðið er sunnan kaupstaðarins Siglufjarðar og einkennist af fjalllendi og jökulsorfnum dölum.  Stefna skipulagsins felur í sér að sameina ólíka þætti útivistar sem og uppbyggingu í skógrækt.  Skipulagssvæðið afmarkast af sveitarfélagsmörkum í Skarðsdal og þéttbýlisuppdrætti í Hólsdals til vestur og suðurs, af stofnvegi Héðinsfjarðarganga og skipulagsmörkum hesthúsasvæðis til norðurs.  Svæðið er ca. 773 ha að stærð.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkir matslýsingu og að hún verði send til Skipulagsstofnunar og til kynningar fyrir almenning að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar.