Í gær fór fram útikennsla á miðstigi Grunnskóla Fjallabyggðar í skógræktinni á Siglufirði. Nemendum var skipt upp í blandaða hópa og voru unnin fjölbreytt verkefni sem tengjast ýmsum námsgreinum. Verkefni dagsins voru meðal annars: hæðarmælingar, orðaleit í skóginum, aldur trjáa, ónáttúrulegi stígurinn, lauf og trjátegundir.