Í gær fór fram útikennsla á miðstigi Grunnskóla Fjallabyggðar í skógræktinni á Siglufirði. Nemendum var skipt upp í blandaða hópa og voru unnin fjölbreytt verkefni sem tengjast ýmsum námsgreinum. Verkefni dagsins voru meðal annars: hæðarmælingar, orðaleit í skóginum, aldur trjáa, ónáttúrulegi stígurinn, lauf og trjátegundir.

14803055_10211382463866740_306459184_o
Mynd: Fjallaskolar.is
14787592_10210802218321631_1687991185_o
Mynd: Fjallaskolar.is
14800247_10210802217921621_1977089012_o
Mynd: Fjallaskolar.is