Norðurorka hf. veitir fjárstyrki til samfélagsverkefna. Stærri styrkir eru veittir einu sinni á ári og voru 35 styrkir afhendir um miðjan mánuðinn. Veittir voru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála.
Meðal styrkhafa í ár eru Sögusafnið, Minjasafnið á Akureyri, Listasafnið á Akureyri og ýmsir aðrir styrkir til tónleika og íþróttafélaga.
Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.