Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri hjá Samherja, er skattakóngur á Norðurlandi en ríkisskattstjóri opinberaði í gær hverjir greiða hæstu skattana á Íslandi árið 2012. Kristján greiðir 92.026.845 kr. og er sá sjötti hæsti á landsvísu. Þrír á Akureyri eru á listanum yfir þá fimmtíu sem greiða hæstu gjöldin. Auk Kristjáns eru það þeir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, sem greiðir 68.248.066 kr., og Hjörtur Georg Gíslason en hann greiðir 40.420.112 kr.