Tilboð voru opnuð 11. júní 2013 vegna endurbóta á rafkerfi Múlaganga við Ólafsfjörð. Verkið felst í að setja upp nýja neyðarstöðvarskápa með símum og slökkvitækjum, bæta lýsingu, leggja ídráttarrör og ljósleiðara, setja upp lýst umferðarmerki, setja upp stýrikerfi og tengja ýmsan búnað við stýrikerfið. Verkinu skal að fullu lokið 15. apríl 2014.
Helstu magntölur eru:
Ídráttarrör 75mm | 3.700 | m |
Fjölpípurör 4×14 og 4x7mm | 3.600 | m |
Aflstrengir | 13.000 | m |
Ljósleiðari – single mode, 4 leiðari microstrengur | 3.700 | m |
Tæknirými – gámar | 3 | stk. |
Síma og slökkvitækjaskápar | 23 | stk. |
Dreifiskápar | 3 | stk. |
Stjórnskápar | 3 | stk. |
Varaafl og skápar | 3 | stk. |
Upplýst umferðarskilti | 34 | stk. |
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Rafey ehf., Egilsstöðum | 166.159.646 | 113,8 | 41.275 |
Rafeyri, Akureyri | 156.509.578 | 107,2 | 31.625 |
Rafal ehf., Hafnarfirði | 148.189.368 | 101,5 | 23.305 |
Áætlaður verktakakostnaður | 146.000.000 | 100,0 | 21.115 |
Rafmenn ehf., Akureyri | 129.796.526 | 88,9 | 4.912 |
Tengill ehf., Sauðárkróki | 124.884.822 | 85,5 | 0 |
Heimild og myndir: www.vegag.is