Vegagerðin, f.h. Vaðlaheiðarganga hf., óskar eftir tilboðum í smíði stálbita í bráðabirgðabrú yfir Hringveg (1) við fyrirhugaðan munna Vaðlaheiðarganga.

Helstu magntölur eru:

Stálbitar:    8 stk. HEA900, L = 15,8 m, alls um 32,7 tonn.

Annað stál: Plötur og vinklar í þverbita og legufestingar, alls um  4,1 tonn.

Stálið skal afhenda verkkaupa á verkstað, eftir nánara samkomulagi, fullsmíðað, sandblásnið og grunnað með verksmiðjugrunni eigi síðar en 15. desember 2011. Annað stál í þverbita og legufestingar skal vera heitgalvanhúðað.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Miðhúsavegi 1 á Akureyri og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 5. september 2011. Verð útboðsgagna er  2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. september  2011 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

Vegagerðin greinir frá.