Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í endurbætur á Hlíðarbraut frá Austursíðu að Borgarbraut og Austursíðu frá Hlíðarbraut að Þverasíðu. Um er að ræða fræsingu og yfirlögn á götum, Akureyrarbær leggur til malbik í verkið.

Verkinu skal að fullu lokið 15. júní 2023. 

Helstu magntölur munu birtast á útboðsvef Akureyrarbæjar.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með 19. apríl 2023.

Tilboðum skal skila í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl.14.00 fimmtudaginn, 4. maí 2023 og verða tilboð opnuð á sama stað og tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.