Fjórir erlendir ferðamenn gengust undir sektir vegna utanvegaksturs nú í september. Brotin voru framin í umdæmi lögreglustjórans á Húsavík. Lögreglan á Húsavík rannsakaði málið og sendi  lögreglunni á Seyðisfirði það til afgreiðslu, þar sem ferðamennirnir voru á förum úr landi með Norrænu. Samanlögð upphæð sektanna nam tvöhundruð þúsund krónum.