KF/Dalvík og Afturelding mættust í dag í lokaleik B-liða í 3. flokki karla á Reycup. Mikið var undir í leiknum og fóru liðin varlega af stað. Nokkur þreyta komin í liðin sem léku oftar en ekki tvo leiki á dag síðustu daga. Staðan var 0-0 í hálfleik og einnig var jafnt eftir venjulegan leiktíma. Leikurinn endaði því í æsispennandi vítaspyrnukeppni, þar sem allt getur gerst.

Það endaði svo að Afturelding skoraði 3 mörk og KF/Dalvík skoraði 2 mörk. Afturelding fékk því gullið og KF/Dalvík silfur í keppni B-liða í 3. flokki karla á Reycup mótinu 2024.

Héðinsfjörður fylgdi mótinu eftir eins og undanfarin áratug og greindi frá öllum úrslitum KF/Dalvíkur á mótinu og tók einnig myndir frá nokkrum leikjanna.

Þakkir til allra þeirra sem hafa lesið þessar fréttir af Reycup mótinu hér á síðunni síðustu daga.