Þriðja Bergmótið í golfi á Siglógolf var haldið á miðvikudaginn á vegum GKS. Keppt er í tveimur flokkum í punktakeppni með forgjöf. Mótið er innanfélagsmót GKS og telja 5 bestu mótin af 10 til stiga í þessari vinsælu mótaröð. 28 kylfingar voru skráðir og luku 27 keppni.

Í 1. sæti var Ólafur Guðmundur Guðbrandsson með 22 punkta. Í öðru sæti var Elín Björg Jónsdóttir með 20 punkta. Í þriðja sæti var Ástþór Árnason með 19 punkta, ásamt Þorsteini Jóhannssyni, Jóhanni Má Sigurbjörnssyni auk Skarphéðni Sigurðssyni. Mjög þétt var í þessum pakka frá 3.-11. sæti og mátti litlu muna hverjir tækju efstu sætin.