Árlega Siglfirðingagolfmótið fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi um sl. helgi í ágætu golfveðri. Mótið tókst vel í alla staði og voru 68 keppendur í mótinu í ár. Mótstjórn tilkynnti að mótið á næsta ári færi fram á sama stað og verður haldið sunnudaginn 21. ágúst 2022.
Úrslit:
Sigurvegari í höggleik: Helgi Runólfsson sem lék á 69 höggum.
Sigurvegarar í kvennaflokki: 1. Bára Ægisdóttir 36 punkta. 2. Jóhanna María Björnsdóttir 36 punkta 3. Freyja Sveinsdóttir 36 punkta. 4. Ragnheiður H. Ragnarsdóttir 34 punkta. 5. Íris Ægisdóttir 33 punkta.
Sigurvegarar í karlaflokki: 1. Elvar ingi Möller með 41 punkt. 2. Þorsteinn Jóhannsson 35 punktar. 3. Valdimar Lárus Júlíusson 35 punkta. 4. Jón Ásgeir Ríkharðsson 34 punkta. 5. Jón Einar Hjaltested 34 punkta.
Lengsta teighögg á 10 holu: Helgi Runólfsson og Hólmfríður Hilmarsdóttir.
Næst holu á eftirfarandi brautum: 2. hola Jóhann Már Sigurbjörnsson 1,10m, 8. hola Valdimar Lárus Júlíusson 2,07m, 18. hola Jóhann Georg Möller 4,25m
Glæsileg verðlaun voru veitt í mótinu.
Þessi fyrirtæki gáfu verðlaun mótsins:
Arion banki sem gaf teiggjafir
Sigló hótel
Icelandair
Krónan
ChitoCare snyrtivörur frá Primex.
Vinnuföt
Siglufjarðarapótek.
Auk þess: Iðnver, GKG, Golfklúbburinn Oddur, Aðalbakaríið, Fiskbúð Fjallabyggðar, Vörður, Torgið, KLM verðlaunagripir, Veitingastaðurinn Siglunes, Nói-Síríus, Segull 67.