Vikulega mótaröðinni hjá Golfklúbbi Siglufjarðar lauk síðastliðinn miðvikudag, en það var tólfta mótaröðin í sumar. Fimm bestu mótin gilda til stiga í mótinu. Keppt var á Siglógolf á Siglufirði.
Í þessu síðasta móti voru 18 kylfingar mættir til leiks. Eins og áður er keppt í punktakeppni með forgjöf í tveimur flokkum.
A flokkur: 0 til 28,0 í forgjöf
B flokkur: 28,1 til 54 í forgjöf
Úrslit:
Sævar Örn Kárason fékk flesta punkta og var í 1. sæti í A flokki með 22 punkta í þessu móti.
Hulda Magnúsardóttir fylgdi fast á eftir með 21 punkt og var í 2. sæti.
Kári Freyr Hreinsson var í 3. sæti með 20 punkta.
Í B flokki var Óli Andrés Agnarsson í 1. sæti með 18 punkta.