Opna Vodafone golfmótið fór fram sunnudaginn 28. júlí í blíðunni á Hólsvelli á Siglufirði. Keppt var í karla- og kvennaflokki en nítján manns tóku þátt í mótinu.

Úrslit voru eftirfarandi:

Karlar:

  • 1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS með 38 punkta
  • 2. sæti Kári Arnar Kárason GKS með 37 punkta
  • 3. sæti Þorsteinn Jóhannsson GKS með 32 punkta

Konur:

  • 1. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 32 punkta
  • 2. sæti Jósefína Benediktsdóttir GKS með 24 punkta
  • 3. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS með 21 punkt

Nándarverðlaun voru á par 3 holum og þau hlutu Jóhann Már, Ingvar Hreinsson og Grétar Bragi. Fleiri myndir úr mótinu má sjá hér.

verdlaunahafar_karla verdlaunahafar_kvenna

Ljósmyndir frá heimasíðu GKS, http://gks.fjallabyggd.is