Opna Rammamótið fór fram í blíðskaparveðri  á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði sunnudaginn 27. ágúst. 18 kylfingar tóku þátt í mótinu í ár. Allir keppendur fengu teiggöf frá ChitoCare. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karl- og kvennaflokki, einnig voru veitt verðlaun fyrir lengsta teighöggið og næst holu í báðum flokkum.

Úrslit:

Karlaflokkur
1. sæti Friðrik Örn Ásgeirsson GFB – 40 punktar
2. sæti Björn Kjartansson GFB – 35 punktar
3. sæti Bergur Rúnar Björnsson GFB – 34 punktar.
Kvennaflokkur
1. sæti Dagný Finnsdóttir GFB – 37 punktar
2. sæti Gígja Kristín Kristbjörnsd. GHD – 33 punktar
3. sæti Sigríður Guðmundsdóttir GFB – 30 punktar
Næst holu
Bergur Rúnar Björnsson GFB
Marsibil Sigurðardóttir GHD
Lengsta teighögg
Bergur Rúnar Björnsson GFB
Halldóra Andrésdóttir Cuyler GSS