Norðurljósamóti í Bridge var haldið á Siglufirði dagana 13.-16. september í íþróttahúsinu á Siglufirði.  Alls tóku þátt 31 sveit og 47 pör í mótinu. Mótið hófst með tvímenningskeppni á föstudeginum. Sveitakeppnin fór svo fram á laugardeginum og sunnudeginum.

Sigurvegarar í tvímenningskeppni voru þeir Gunnlaugur Sævarsson og Kristján M. Gunnarsson.  Í þriðja sæti voru Danirnir Jacob Røn og Freddie Brødum, í fjórða sæti voru Ragnar Magnússon og Steinar Jónsson og í fimmta sæti voru Mads Eyde og Anders Hagen.

Alls tóku 47 pör þátt í tvímenningskeppninni.

Norðurljósamótið hefur verið haldið undanfarin þrjú ár og þar taka þátt flestir sterkustu íslensku spilararnir og einnig hafa erlendir spilarar verið með enda verðlaunin góð; sigurvegararnir skipta með sér 500.000 krónum.

Fyrstu verðlaun fyrir sigur í sveitakeppni voru rúmlega 750 þúsund krónur. Efstu þrjú liðin voru: TM Selfossi, Hótel Hamar og Lögfræðistofa Íslands.

Nánari úrslit má finna á vef Bridgesamband Íslands

Heimild: Fjallabyggð.is