Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar var haldið dagana 3.-8. júlí á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði.
Keppt var í fjórum karlaflokkum, þremur kvennaflokkum, öldungaflokki og unglingaflokki.
Alls voru 22 kylfingar sem tóku þátt í mótinu í ár.
Úrslit:
Fjórir voru í meistaraflokki karla en þar sigraði Sigurbjörn Þorgeirsson á 205 höggum og hafði nokkra yfirburði.
Fjórir voru einnig í 1. flokki karla en þar vann Þorleifur Gestsson á 243 höggi.
Tveir voru í 3. flokki karla og vann Unnsteinn Sturluson á 161 höggi.
Fjórir voru í öldungaflokki karla en þar sigraði Björn Kjartansson á 177 höggum.
Í 1. flokki kvenna voru fjórir kylfingar en þar sigraði Sara Sigurbjörnsdóttir á 249 höggum.
Í 3. flokki kvenna voru þrír kylfingar en þar sigraði Guðrún Unnsteinsdóttir á 158 höggum.
Öll úrslit:





