Árlega Jónsmessumótið á vegum Golfklúbbs Siglufjarðar fór fram á Sigógolf í gærkvöldi. Alls voru 32 kylfingar mættir á svæðið og var ræst út kl. 19:00, og aftur á miðnætti. Leiknar voru 9 holur í hvert sinn. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar var meðal þátttakenda og stóð sig vel. Hún er skráð með 22,8 í forgjöf og nældi sér 19 punkta og 5. sæti.

Stórafmælisbörn Siglufjarðar sá um mótið: 53′ – 63′ – 73′ – 83′ – 93′ – 03′. Matur var í boði fyrir eða eftir hring.

Keppt var í punktakeppni. En mikil spenna var um efstu sætin og margir jafnir.

Úrslit mótsins:

Í 1. sæti var Ólína Guðjónsdóttir með 21. punkt.

Í 2. sæti var Anna Hulda Júlíusdóttir með 20 punkta.

Í 3. sæti var Sigurjón Ásgeirsson með 20 punkta.

Öll úrslit: