Fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar var haldið um sjómannadagshelgina, föstudaginn 2. júní síðastliðinn.

Ræst var út á öllum teigum á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði og voru leiknar 9 holur í punktakeppni. Verðlaun voru fyrir efstu þrjú sætin.

Það voru 19 kylfingar sem tók þátt í þessu fyrsta golfmóti sumarsins hjá GFB. Nánar verður fjallað um helstu golfmótin í Fjallabyggð hér á síðunni í sumar eins og undanfarin ár.

Úrslit:

 

Í fyrsta sæti var Sigríður Guðmundsdóttir með 21 punkt.

Í öðru sæti var Dagný Finnsdóttir með 20 punkta.

Í þriðja sæti var Guðrún Unnsteinsdóttir með 19 punkta.

Öll úrslit: