Fjórða Bergmótaröðin fór fram 12. júlí á Siglógolf á Siglufirði á vegum GKS. Það voru 17 kylfingar sem voru skráðir til leiks að þessu sinni, en stutt er síðan meistaramótinu lauk en það eru nokkuð strembnir dagar á meðan því stendur. Keppnin var jöfn í þessu móti í A og B flokki.
Keppt er í tveimur flokkum í punktakeppni með forgjöf:
A flokkur: 0 til 28,0 í forgjöf
B flokkur: 28,1 til 54 í forgjöf
Úrslit:
Flesta punkta fékk Ása Guðrún Sverrisdóttir, en hún var í 1. sæti með 22 punkta í flokki B.
Kári Freyr Hreinsson fékk 19 punkta en hann keppir í A flokki.
Gunnlaugur Stefán Guðleifsson sótti einnig 19 punkta og keppir hann einnig í A flokki.
Jón Sigmundsson sótti einnig 19 punkta en hann er í A flokki.
Heildarúrslit:
