Fjarðarhjólið 2022 fór fram í Ólafsfirði um helgina. Keppt var í Rafhjólaflokki, fjallahjólaflokki og skemmtiflokki. Eins og í Fjarðarhlaupinu þá var frábært veður og aðstæður góðar. Brautin var þó erfið og ekki luku allir keppni.

8 voru skráðir í 30 km Rafhjólaflokki. Kristján Hauksson vann með nokkrum yfirburðum á 1:25 klst. Tómas Einarsson var í 2. sæti á 1:30 klst og Daníel Ísak Ólafsson í 3. sæti á 1:36 klst. Aðeins ein kona var skráð til leiks í þessum flokki. Aðeins 3 af 8 luku keppni í þessum flokki.

Í 21 km Fjallahjólaflokki voru þrír keppendur. Helgi Árnason var fyrstur í mark í karlaflokki á 1:26 klst og Árni Gunnar Gunnarsson í 2. sæti á 1:27:57 klst. Í kvennaflokki var Björk Ólafsdóttir í 1. sæti á 1:33 klst.

 

Úrslit: