Fimmta Miðvikudagsmótaröðin hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar fór fram í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls tóku 21 kylfingur þátt í þessu móti. Keppt er í höggleik og punktakeppni í tveimur forgjafarflokkum. Flestir  voru að keppa í opnum flokki eða 17 kylfingar og var keppnin jöfn um efstu sætin.

Það var Þorleifur Gestsson sem sótti 20 punkta í opnum flokki og einnig Sigríður Guðmundsdóttir. Ármann Viðar Sigurðsson var með 19 punkta ásamt Rósu Jónsdóttur.

Í höggleik var Sigurbjörn Þorgeirsson með 35 högg og í 1. sæti. Í 2. sæti var Ármann Viðar Sigurðsson með 36 högg og í 3. sæti var Fylkir Þór Guðmundsson einnig með 36 högg.

Úrslit í opnum flokki:

Úrslit í áskorendaflokki:

Úrslit í höggleik: