Það voru 54 kylfingar sem voru mættir á Siglógolf á Siglufirði í gær til að taka þátt í Benecta & Segull 67 Open golfmótinu á vegum GKS. Langur biðlisti var á mótið, enda eitt af veglegri mótum ársins á Siglufirði. Leiknar voru 18 holur með Texas Scramble fyrirkomulaginu. Mótið hófst snemma en ræst var út kl. 9:30 af öllum teigum.

Hámarksforgjöf karla var 24 og kvenna 28 í þessu móti.

Verðlaun voru:

  • Teiggjöf frá Benecta
  • Keppt er um fyrstu 3. sætin.
  • Nándarverðlaun á par 3 brautum.
  • Lengsta drive í karla- og kvennaflokki.

Í 1. sæti var liðið Haltur leiðir Blindan, með þeim Brynjari Heimi og Þorleifi.

Í 2. sæti var Búmmsjakalaka, en það voru þeir Jóhann Már og Salmann Héðinn.

Í 3. sæti voru Gosarnir, Ástþór og Finnur Mar.

Lengsta teighögg karla var frá Benedikt Þorsteinssyni.

Lengsta teighögg kvenna kom frá Hildi Nielsen.

Árni Heiðar var veitingamaður mótsins og veitti drykki og prins póló eftir 6. holu vallarins.

 

Myndir og úrslit, aðsent frá KLM.